Líf í borgarholtsskóla

Aðrir styrkir

Langar þig að kynna þér fjölbreytt tækifæri sem bjóðast nemendum á framhaldsskólaaldri? Kynntu þér fjölbreytta styrki hér að neðan sem ná til framhaldsskólanema. Hafðu samband við verkefnastjóra ef þig vantar aðstoð við skrif umsókna eða langar að vita meira.

 

Benjamin Franklin Transatlantic Fellowship

Benjamin Franklin Transatlantic Fellowship er styrkur fyrir 16-18 ára námsmenn til að taka þátt í fjögurra vikna sumarskóla við Purdue University í West Lafayette, Indiana, í fjórar vikur yfir sumarmánuðina. Helstu viðfangsefni sumarháskólans eru æskulýðsstarf, lýðræði, samfélagsleg þróun hagsæld og er sumaskólanum ætlað að efla leiðtogahæfni meðal þátttakenda. Styrkurinn greiðir fyrir námsgjöld, ferðir og uppihald.
Umsóknarfrestur er yfirleitt í kringum miðjan febrúar.

https://fulbright.is/grants-to-the-us/sumarnamskeid/benjamin-franklin-transatlantic-fellowship/

 

Georgíustyrkurinn – Háskólanám í Bandaríkjunum – GRSP

Rótarýfélagar í Georgíufylki í Bandaríkjunum veita árlega 70-80 styrki til eins árs náms í háskóla í fylkinu, og íslendingum er boðið að sækja um. Umsækjendur skulu vera á aldrinum 18-24 ára, vera góðir námsmenn og hafa lokið stúdentsprófi þegar styrktímabil hefst. Styrkurinn nær yfir námsgjöld og uppihald. Hver nemandi fær úthlutaða bandaríska stuðningsfjölskyldu og skipuleggur GRSP fjölda viðburða fyrir nemendur á meðan námsdvöl stendur. Umsækjendur þurfa sjálfir að sjá um umsóknina en hér er hægt að nálgast upplýsingar um umsóknarferlið hér á íslensku eða á http://www.grsp.org/apprequirements.htm.
Umsóknarfrestur rennur út 30. september á ári hverju og umsóknin er rafræn. Um 60 íslendingar hafa hlotið Georgíustyrkinn frá árinu 1950.

 

Eurodesk

Eurodesk er samstarfsnet sem hefur það hlutverk að miðla upplýsingum um tækifæri erlendis til ungs fólks í Evrópu. Í dag hefur Eurodesk stuðningshlutverk við Erasmus+ áætlunina og miðlar upplýsingum um hana til ungs fólks og þeirra sem starfa með ungu fólki. Markmið Eurodesk er að vekja athygli ungs fólks á tækifærum og hreyfanleika erlendis, ásamt því hvetja það til að verða virkir samfélagsþegnar.

www.eurodesk.is

 

DiscoverEU                       

DiscoverEU er leikur þar sem dregnir eru út ókeypis lestarpassar til að ferðast á sveigjanlegan hátt um Evrópu. Það kostar ekkert að taka þátt í happdrættinu, einungis þarf að skrá sig á evrópsku ungmennagáttinni og svara nokkrum spurningum. Opið er fyrir umsóknir tvisvar á ári og er leikurinn opinn fyrir ungt fólk sem er 18 ára. Hér er hægt að sjá hvenær er opið og hver það eru sem geta tekið þátt hverju sinni (m.v. fæðingardag) til að vinna ókeypis lestarpassa.

https://eurodesk.is/discovereu_info/

 

Summer College Academy

Summer College Academy gefur námsmönnum á aldrinum 16-17 ára tækifæri til að kynnast bandarísku háskólaumhverfi og menningu og bæta enskukunnáttu sína. Námskeiðin veita góðan undirbúning fyrir þá sem hyggja á háskólanám í Bandaríkjunum síðar meir. Sumarið 2025 bjóða þrír bandarískir háskólar upp á staðnámskeið. Um er að ræða sumarnámskeið sem stendur yfir í u.þ.b. 2 vikur á tímabilinu júní til júlí, en lengd og tímasetning er mismunandi eftir því við hvaða skóla þátttakendur dvelja.

Sótt er um styrkinn hjá Fulbright stofnuninni og nálgast má nánari upplýsingar, gögn og umsóknareyðublöð hér: https://fulbright.is/grants-to-the-us/sumarnamskeid/summer-college-academy/
Umsóknarfrestur er yfirleitt í febrúar.