
Viðmið og reglur
Nemendur sem stunda “íþrótt skipulega undir handleiðslu þjálfara” geta sótt um í íþróttaakademíu.
Viðmið til nemenda í íþróttaakademíu
Nemendur sem stunda nám í íþróttaakademíu þurfa standast eftirfarandi kröfur:
- Að hafa æft sína íþrótt, öðlast góða færni og að vera virkur iðkandi í íþróttafélagi sínu.
- Að vera vímuefnalaus.
- Að geta tileinkað sér hugarfar og lífsstíl afreksíþrótta.
- Að standast eðlilega námsframvindu sem áætluð er fyrir hvern og einn.
- Að hafa að minnsta kosti 85% skólasókn í öllum námsgreinum.
- Að ná tilteknum námsárangri, sjá sérákvæði úr skólareglum hér neðar.
- Að skrifa undir lífsstílssamning.
Sérákvæði vegna íþróttaakademíu í skólareglum
Gerð er ríkari krafa um mætingu, ástundun og framvindu nemenda í íþróttaakademíu. Nemandi fyrirgerir rétti sínum til náms í íþróttaakademíu:
- Nemandi fer undir 85% mætingarhlutfall á önn.
- Nemandi nær ekki lágmarkseinkunn 5 í íþróttaakademíuáfanga.
- Nemandi nær ekki lágmarkseinkunn 5 í tveimur eða fleiri af þeim áföngum sem viðkomandi var skráður í við upphaf annar. Úrsögn jafngildir falli.
- Nemandi gerist uppvís að broti á lífsstílssamningi íþróttaakademíu sem hann skrifaði undir í upphafi námstíma.
Nemandi sem fyrirgerir rétti sínum til náms í íþróttaakademíu getur þó haldið áfram námi á þeirri braut sem hann er skráður á standist hann skólareglur að öðru leyti.
Reglur um leyfi vegna keppnis- og æfingaferða
- Nemandi skal vera með a.m.k. 85% mætingu í íþróttaakademíu eins og tilgreint er í samningi nemandans við sviðið.
- Nemandi skal sækja skriflega og tímanlega um leyfi á skrifstofu skólans. Nemendur yngri en 18 ára skila inn umsókn með undirskrift foreldris/forráðamanns.
- Skilyrði er að nemandi fái jákvæða umsögn fyrir ferðinni hjá deildarstjóra íþróttamála, Ingu Láru Þórisdóttur, áður en haldið er í ferðina.
- Nemandi skal hafa samband við alla kennara þeirra kennslustunda sem hann kemur til með að missa af vegna ferðarinnar og greina frá umsókn um leyfi.
- Nemandi skal gæta þess að halda námsframvindu samkvæmt námsáætlunum hvers áfanga á meðan á ferð stendur.
Leyfisbeiðnir fyrir íþróttaakademíu
Uppfært: 14/08/2024