
Persónuvernd
Vefsvæði Borgarholtsskóla safnar ekki sjálfkrafa neinum persónurekjanlegum gögnum um notkun og notendur. Hins vegar er notkun um vefinn mæld með þjónustu utanaðkomandi aðila sem safnar persónuupplýsingum í skilningi persónuverndarlaga.
Umferð um vefsvæðið er mæld með þjónustu frá Google en þær upplýsingar um notkun sem skólinn hefur aðgang að eru ekki persónurekjanlegar þó Google búi yfir upplýsingum um notendur að baki fjöldatölum.
Tilgangur mælinganna er að afla almennra upplýsinga um notkun vefsins (Google Analytics).
Fyrir þá notendur sem vilja ekki að notkun þeirra sé mæld á nokkurn hátt er skilvirkast að breyta „Do Not Track“ stillingum í viðkomandi vafra og sækja vafraviðbætur á borð við Privacy Badger, enda hafa slíkar breytingar áhrif á öll vefsvæði. Google býður einnig upp á vafraviðbót til að afþakka Google Analytics mælingar auk möguleikans að breyta skráningum notenda í auglýsinganeti sínu, þar á meðal að afþakka þær alveg.
SSL skilríki
Vefurinn notast við SSL-skilríki við gagnaflutning, þ.e. gögnin eru dulkóðuð og þar með öruggari.
Innsend gögn
Þegar notandi sendir inn umsóknir eða ábendingar í gegnum vefform er beðið um þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að hægt sé að svara viðkomandi. Eftir að erindi berst til skólans eftir þessari leið er unnið með þær upplýsingar í samræmi við reglur um meðhöndlun pósts og þess gætt að bara þeir starfsmenn sem koma að því að svara fyrirspurnum hafi aðgang að gögnunum.