Líf í borgarholtsskóla

Meðferð vímuefnamála

Vímuefnaneysla samrýmist ekki námi í Borgarholtsskóla.

  1. Ábendingar um hugsanlega vímuefnaneyslu berast til starfsfólks skólans frá nemendum, foreldrum, kennurum eða öðru starfsfólki.
  2. Forvarnafulltrúa/náms- og starfsráðgjafa er gerð grein fyrir grunsemdum.
  3. Forvarnateymi skólans tekur málið til umfjöllunar og kallar eftir upplýsingum frá öðru starfsfólki skólans og foreldrum þar sem það á við. Forvarnateymið ákveður næstu skref í málinu.
  4. Ef forvarnateymi telur allt benda til að um vímuefnaneyslu sé að ræða lætur það viðkomandi umsjónarkennara vita sem gerir foreldrum grein fyrir stöðunni og beinir þeim til forvarnafulltrúa/náms- og starfsráðgjafa.
  5. Forvarnafulltrúi/náms- og starfsráðgjafi fer yfir:
    – tilboð skólans til að aðstoða nemanda og foreldra
    – hvað foreldrar geta gert til aðstoðar barni sínu og skólanum
    – hver ábyrgð foreldra er í meðferð vímuefnavanda
  6. Skólameistari kallar á viðkomandi nemanda og gerir honum grein fyrir stöðunni, hvert tilboð skólans er til aðstoðar og þeim viðurlögum sem beita má innan skólans vegna vímuefnaneyslu.
  7. Forvarnafulltrúi/náms- og starfsráðgjafi ræðir við viðkomandi nemanda.
  8. Ef ofangreindar aðgerðir bera ekki árangur að mati forvarnateymis verður gripið til eftirfarandi aðgerða:
    – viðurlögum beitt
    – rætt við foreldra
    – tilkynnt um vímuefnaneyslu til lögreglu

Sé nemandi yfir 18 ára aldri er ekki haft samband við foreldra nema með gefnu leyfi nemandans.

Ef nemandi er í vímuefnavanda er það siðferðisleg skylda samnemenda, starfsfólks, kennara og skólastjórnenda að skerast í leikinn.

Uppfært: 26/01/2023