
Upplýsingaleit
Gegnir, samskrá íslenskra bókasafna, er kerfi sem byggir á einni sameiginlegri skrá fyrir bókasöfnin í landinu. Ef farið er inn á Leitir.is má fletta upp megninu af þeim safnkosti sem bókasöfn landsins hafa að bjóða.
Leitir.is er leitargátt sem heldur utan um efni á íslenskum bóka-, lista-, minja- og ljósmyndasöfnum. Hægt er að finna bækur, tímarit, tímaritsgreinar, tónlist, myndefni, muni, listaverk, ljósmyndir og fleira.
Hægt er að leita sérstaklega í gögnum sem eru til á bókasafni Borgarholtsskóla á www.borgo.leitir.is.
Leitir.is
Leitir.is er samþætt leitargátt sem leitar samtímis í:
- Gegni (samskrá íslenskra bókasafna),
- Skemman.is. sem er safn námsritgerða og rannsóknarita háskólanna,
- Sarpur.is (menningarsögulegt gagnasafn),
- Ljósmyndasafn Reykjavíkur ,
- Ljósmyndasafn Akraness ,
- Rafbækur Norræna hússins .
Upplýsingalæsi
Hér má finna kennsluvef í upplýsingalæsi sem er unninn af vinnuhópi um upplýsingalæsi á íslenskum háskólabókasöfnum. Vefurinn er gagnlegur til að efla færni sína í upplýsingalæsi en það er færni til að bera kennsl á hvenær upplýsinga er þörf, geta fundið þær, metið áreiðanleika þeirra og notað á skilvirkan og ábyrgan hátt. Upplýsingalæsi snertir alla þætti samfélagsins og skapar dýrmætan grunn fyrir nám, störf og þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi.
Gagnleg gagnasöfn
Málið.is (ýmis íslensk orðasöfn)
Tímarit.is (íslensk dagblöð og tímarit)
Snara.is (orðabækur aðgengilegt í tölvum skólans)
Vísindavefurinn (fræðimenn svara innsendum spurningum)
Wikipedia (frjálst alfræðirit)
Wikipedia á íslensku
Hvar.is
Hvar.is er vefur sem heldur utan um rafrænar tímaritaáskriftir og gagnasöfn sem keypt eru til landsins. Þar er m.a. hægt að sjá hvaða tímarit og gagnasöfn eru keypt í landsaðgangi og hver eru keypt í séráskriftum háskólanna. Þar eru einnig upplýsingar um alfræðirit og íslensk gagnasöfn.
Britannica Online (virt alfræðirit)
Britannica school edition
EBSCOhost (8 gagnasöfn á mörgum fræðasviðum)
ERIC (menntamál – menntarannsóknir )
Proquest Central og CSA (ýmis fræðasvið)
Scopus (vísindaupplýsingar)
Uppfært:15/01/2025